Rodgers hafði betur gegn Brady Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:29 Rodgers og Brady, til hægri, eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29 NFL Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29
NFL Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Sjá meira