Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 34-31 | Nielsen hetja Vals í maraþonleik Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2014 11:24 vísir/vilhelm Valur vann Aftureldingu í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í íþróttahúsinu í Strandgötu í dag. Leikurinn var mögnuð skemmtun, en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni, en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma (23-23) og tveimur framlengingum (27-27 og 31-31).Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Strandgötunni í dag og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Það var Stephen Nielsen sem reyndist hetja Valsmanna í vítakeppninni, en hann varði þrjú af fimm vítum Mosfellinga. Daninn varði alls 20 skot í leiknum og 34 gegn FH í gær og það var því vel við hæfi að hann skyldi vera valinn besti leikmaður Deildarbikarsins sem heppnaðist afar vel. Fólk var duglegt að mæta á völlinn og áhorfendur fengu svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn um helgina. Vítakeppnina má sjá í spilaranum hér að neðan. Mosfellingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Valsmönnum og komust í 0-3 og 2-5. Böðvar Páll Ásgeirsson og Elvar Ásgeirsson voru öflugir í upphafi leiks og skouðu alls sjö af 11 mörkum Aftureldingar í fyrri hálfleik. Nielsen var góður í markinu í fyrri hálfleik og það var ekki síst fyrir hans tilstilli að Valur komst inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í stöðunni 2-5 skoruðu Valsmenn sex mörk gegn einu og náðu tveggja marka forystu. Þeir komust mest þremur mörkum yfir, en staðan í leikhléi var 13-11. Hún hefði eflaust verið meiri ef ekki hefði verið fyrir góða innkomu Bjarka Snæs Jónssonar sem hann varði vel í lok fyrri hálfleiks eftir að hafa komið inn á fyrir Davíð Svansson sem náði sér ekki á strik. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur, skoruðu fimm fyrstu mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Valur komst aftur sjö mörkum yfir, 20-13, en þá greip um sig kæruleysi í leik Hlíðarendapilta. Allur taktur datt úr sóknarleiknum og ráðleysið var algjört. Davíð kom aftur í mark Aftureldingar og fór að verja og Mosfellingar voru duglegir að keyra í bakið á Valsmönnum.Afturelding skoraði fimm mörk í röð og náði að minnka muninn í tvö mörk, 20-18. Mosfellingar héldu áfram að þjarma að Valsmönnum og þeir náðu loks að jafna, í 23-23, þegar Böðvar skoraði sitt sjöunda mark. Þessi mikla skytta kom sterkur inn undir lokin og skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum Aftureldingar í venjulegum leiktíma. Skömmu eftir að Böðvar jafnaði var Jóhann Gunnar Einarsson rekinn af velli og Afturelding var því einum færri út leiktímann. Þeir sýndu hins vegar mikinn styrk, fengu ekki á sig mark og áttu möguleika á að vinna leikinn í síðustu sókninni. Það tókst þó ekki og því þurfti að grípa til framlengingar. Mosfellingar voru sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og leiddu að honum loknum með tveimur mörkum, 24-26. Valsmenn komu smá skikki á sóknarleikinn í seinni hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk gegn einu Aftureldingar. Því þurfti að framlengja öðru sinni, líkt og í leik Vals og FH í gær. Seinni framlengingin þróaðist svipað og sú fyrri. Afturelding var betri í fyrri hálfleiknum og var tveimur mörkum yfir eftir hann, 28-30. En hinn 17 ára gamli Ómar Ingi Magnússon sá til þess að úrslitin réðust í vítakeppni, en hann skoraði öll þrjú mörk Vals í seinni hálfleik seinni framlengingarinnar. Ómar, sem kom til Vals frá Selfossi fyrir tímabilið, skoraði alls sjö mörk og var markahæstur í liði Vals, líkt og gegn FH í gær, en þessi efnilegi leikmaður spilaði mikið í leikjunum tveimur í fjarveru Geirs Guðmundssonar. Elvar Friðriksson kom næstur með fimm mörk. Böðvar skoraði mest fyrir Aftureldingu, eða sjö mörk. Skotnýting hans var þó ekki góð, eða 33%. Jóhann Jóhannsson kom næstur með fimm mörk. Davíð varði 14 skot í marki Mosfellinga og Bjarki þrjú.Stephen: Þrír leikir á tveimur dögum Stephen Nielsen reyndist hetja Valsmanna í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í dag, en Daninn varði þrjú víti frá leikmönnum Aftureldingar í vítakeppninni þar sem úrslit leiksins réðust. "Þetta voru þrír leikir á tveimur dögum," sagði Stephen skellihlæjandi í viðtali við Vísi eftir leikinn, en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Vals og FH í undanúrslitunum í gær. "Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja. Þetta var mjög gaman, en það hefði líklega verið skemmtilegra að klára þetta í venjulegum leiktíma," bætti Stephen við, en hvernig fannst honum leikurinn spilast? "Afturelding er með gott lið og það er ekki tilviljun að þeir séu í 3. sæti í Olís-deildinni. Við vissum að þeir myndu koma til baka, en við hefðum mátt halda forystunni betur" sagði Stephen en Valsmenn náðu sjö marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks sem Mosfellingar unnu upp. "Þetta var skrítinn leikur og stundum fannst manni eins og sigurinn væri í höfn og stundum hélt maður að værum búnir að tapa. En liðið sýndi frábæran karakter sem verður vonandi áfram til staðar," sagði Stephen en hvernig leið honum í vítakeppninni? "Ég hef ekki farið í vítakeppni í handbolta. Þetta var mjög skemmtilegt og það var allt eða ekkert. Það var gaman að vinna en það verður miklu betra ef verðum í svona stöðu í apríl eða maí," sagði Stephen að lokum.Einar Andri: Vorum klaufar að ná ekki að klára þetta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap fyrir Val í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í dag. "Þetta var frábær leikur og það var frábær stemmning hér í Strandgötunni, en það eru mikil vonbrigði að tapa," sagði Einar sem var, þrátt fyrir tapið, nokkuð sáttur með leik sinna manna. "Þetta var kaflaskipt. Við byrjuðum leikinn mjög vel, en duttum svo niður vorum komnir sjö mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. "Þá tókum við leikhlé, fórum yfir málin og ákváðum að spila af krafti og sjá hvað myndi gerast. "Við náðum að knýja fram framlengingu þar sem mér fannst við vera sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að ná ekki að klára þetta," sagði Einar, en hvað getur hann tekið jákvætt með úr þessum leik? "Fyrir mót hefði enginn spáð því að við myndum spila til úrslita í Deildarbikarnum og tapa í vítakeppni fyrir Val. "Við erum bara ánægðir með þetta ár. Afturelding fór upp um deild og er núna að standa sig vel í efstu deild. Við getum gert ýmislegt þegar við erum klárir og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur," sagði Einar að endingu.Valsmenn fögnuðu sigrinum að vonum vel.Vísir/Vilhelm Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í íþróttahúsinu í Strandgötu í dag. Leikurinn var mögnuð skemmtun, en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni, en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma (23-23) og tveimur framlengingum (27-27 og 31-31).Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Strandgötunni í dag og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Það var Stephen Nielsen sem reyndist hetja Valsmanna í vítakeppninni, en hann varði þrjú af fimm vítum Mosfellinga. Daninn varði alls 20 skot í leiknum og 34 gegn FH í gær og það var því vel við hæfi að hann skyldi vera valinn besti leikmaður Deildarbikarsins sem heppnaðist afar vel. Fólk var duglegt að mæta á völlinn og áhorfendur fengu svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn um helgina. Vítakeppnina má sjá í spilaranum hér að neðan. Mosfellingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Valsmönnum og komust í 0-3 og 2-5. Böðvar Páll Ásgeirsson og Elvar Ásgeirsson voru öflugir í upphafi leiks og skouðu alls sjö af 11 mörkum Aftureldingar í fyrri hálfleik. Nielsen var góður í markinu í fyrri hálfleik og það var ekki síst fyrir hans tilstilli að Valur komst inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í stöðunni 2-5 skoruðu Valsmenn sex mörk gegn einu og náðu tveggja marka forystu. Þeir komust mest þremur mörkum yfir, en staðan í leikhléi var 13-11. Hún hefði eflaust verið meiri ef ekki hefði verið fyrir góða innkomu Bjarka Snæs Jónssonar sem hann varði vel í lok fyrri hálfleiks eftir að hafa komið inn á fyrir Davíð Svansson sem náði sér ekki á strik. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur, skoruðu fimm fyrstu mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Valur komst aftur sjö mörkum yfir, 20-13, en þá greip um sig kæruleysi í leik Hlíðarendapilta. Allur taktur datt úr sóknarleiknum og ráðleysið var algjört. Davíð kom aftur í mark Aftureldingar og fór að verja og Mosfellingar voru duglegir að keyra í bakið á Valsmönnum.Afturelding skoraði fimm mörk í röð og náði að minnka muninn í tvö mörk, 20-18. Mosfellingar héldu áfram að þjarma að Valsmönnum og þeir náðu loks að jafna, í 23-23, þegar Böðvar skoraði sitt sjöunda mark. Þessi mikla skytta kom sterkur inn undir lokin og skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum Aftureldingar í venjulegum leiktíma. Skömmu eftir að Böðvar jafnaði var Jóhann Gunnar Einarsson rekinn af velli og Afturelding var því einum færri út leiktímann. Þeir sýndu hins vegar mikinn styrk, fengu ekki á sig mark og áttu möguleika á að vinna leikinn í síðustu sókninni. Það tókst þó ekki og því þurfti að grípa til framlengingar. Mosfellingar voru sterkari í fyrri hálfleik framlengingarinnar og leiddu að honum loknum með tveimur mörkum, 24-26. Valsmenn komu smá skikki á sóknarleikinn í seinni hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk gegn einu Aftureldingar. Því þurfti að framlengja öðru sinni, líkt og í leik Vals og FH í gær. Seinni framlengingin þróaðist svipað og sú fyrri. Afturelding var betri í fyrri hálfleiknum og var tveimur mörkum yfir eftir hann, 28-30. En hinn 17 ára gamli Ómar Ingi Magnússon sá til þess að úrslitin réðust í vítakeppni, en hann skoraði öll þrjú mörk Vals í seinni hálfleik seinni framlengingarinnar. Ómar, sem kom til Vals frá Selfossi fyrir tímabilið, skoraði alls sjö mörk og var markahæstur í liði Vals, líkt og gegn FH í gær, en þessi efnilegi leikmaður spilaði mikið í leikjunum tveimur í fjarveru Geirs Guðmundssonar. Elvar Friðriksson kom næstur með fimm mörk. Böðvar skoraði mest fyrir Aftureldingu, eða sjö mörk. Skotnýting hans var þó ekki góð, eða 33%. Jóhann Jóhannsson kom næstur með fimm mörk. Davíð varði 14 skot í marki Mosfellinga og Bjarki þrjú.Stephen: Þrír leikir á tveimur dögum Stephen Nielsen reyndist hetja Valsmanna í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í dag, en Daninn varði þrjú víti frá leikmönnum Aftureldingar í vítakeppninni þar sem úrslit leiksins réðust. "Þetta voru þrír leikir á tveimur dögum," sagði Stephen skellihlæjandi í viðtali við Vísi eftir leikinn, en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Vals og FH í undanúrslitunum í gær. "Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja. Þetta var mjög gaman, en það hefði líklega verið skemmtilegra að klára þetta í venjulegum leiktíma," bætti Stephen við, en hvernig fannst honum leikurinn spilast? "Afturelding er með gott lið og það er ekki tilviljun að þeir séu í 3. sæti í Olís-deildinni. Við vissum að þeir myndu koma til baka, en við hefðum mátt halda forystunni betur" sagði Stephen en Valsmenn náðu sjö marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks sem Mosfellingar unnu upp. "Þetta var skrítinn leikur og stundum fannst manni eins og sigurinn væri í höfn og stundum hélt maður að værum búnir að tapa. En liðið sýndi frábæran karakter sem verður vonandi áfram til staðar," sagði Stephen en hvernig leið honum í vítakeppninni? "Ég hef ekki farið í vítakeppni í handbolta. Þetta var mjög skemmtilegt og það var allt eða ekkert. Það var gaman að vinna en það verður miklu betra ef verðum í svona stöðu í apríl eða maí," sagði Stephen að lokum.Einar Andri: Vorum klaufar að ná ekki að klára þetta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap fyrir Val í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í dag. "Þetta var frábær leikur og það var frábær stemmning hér í Strandgötunni, en það eru mikil vonbrigði að tapa," sagði Einar sem var, þrátt fyrir tapið, nokkuð sáttur með leik sinna manna. "Þetta var kaflaskipt. Við byrjuðum leikinn mjög vel, en duttum svo niður vorum komnir sjö mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. "Þá tókum við leikhlé, fórum yfir málin og ákváðum að spila af krafti og sjá hvað myndi gerast. "Við náðum að knýja fram framlengingu þar sem mér fannst við vera sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að ná ekki að klára þetta," sagði Einar, en hvað getur hann tekið jákvætt með úr þessum leik? "Fyrir mót hefði enginn spáð því að við myndum spila til úrslita í Deildarbikarnum og tapa í vítakeppni fyrir Val. "Við erum bara ánægðir með þetta ár. Afturelding fór upp um deild og er núna að standa sig vel í efstu deild. Við getum gert ýmislegt þegar við erum klárir og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur," sagði Einar að endingu.Valsmenn fögnuðu sigrinum að vonum vel.Vísir/Vilhelm
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira