Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 32-28 | Markverðirnir í aðalhlutverki í sigri Vals Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals. vísir/stefán Valsmenn báru sigurorð af FH, 32-28, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. Leikurinn var gríðarlega spennandi og það þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Markverðir liðanna, Stephen Nielsen og Ágúst Elí Björgvinsson, voru í aðalhlutverki í leiknum í dag, en þeir vörðu báðir yfir 30 skot og sýndu mögnuð tilþrif. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. FH byrjaði betur og komst í 0-3, en þá komu fimm Valsmörk í röð. Nielsen byrjaði vel í marki Vals og sömu sögu var að segja af kollega hans í marki FH, Ágústi sem átti hvað stærstan þátt í góðum endaspretti FH í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-11 sem voru hálfleikstölur. Þorgeir Björnsson skoraði tvö af síðustu þremur mörkum FH, en þessi ungi hornamaður var ískaldur og vippaði í bæði skiptin smekklega yfir Nielsen. Valsmenn skoruðu ekki síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks og áttu í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Ómar Ingi Magnússon og Alexander Örn Júlíusson, sem léku fyrir utan í fjarveru Geirs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar, áttu misjafnan leik og tóku full mikið af lélegum skotum. Ómari óx hins vegar ásmegin eftir því sem á leikinn leið og endaði sem markahæsti leikmaður Vals með átta mörk. Valsmönnum gekk auk þess illa að finna Kára Kristjánsson inni á línunni í fyrri hálfleik, en það losnaði meira hann í seinni hálfleiknum og framlengingunum þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín. FH-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 2-4 marka forystu. En í stöðunni 14-17, Hafnfirðingum í vil, fóru Valsmenn í gang, skoruðu fimm af næstu sex mörkum og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Vals hrökk þá aftur í baklás og FH-ingar gengu á lagið, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu tveggja marka forystu. Og Hafnfirðingar voru enn með tveggja marka forystu 21-23 þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar styrk og skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér framlengingu. Þar skoruðu liðin sitt hvor tvö mörkin og því þurfti að framlengja á ný. Í framlengingu númer tvö reyndust Valsmenn sterkari. Þeir virtust eiga meira eftir á tankinum og spiluðu sinn besta sóknarleik í leiknum. Lokatölur 32-28, Val í vil, en Valsmenn mæta annað hvort ÍR eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Stephen: Búinn að borða of mikinn jólamat "Það er alltaf gaman að vinna leiki og sérstaklega svona leiki. Þetta var erfitt en ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Stephen Nielsen, markvörður Vals, eftir sigur á FH í tvíframlengdum leik. Stephen átti frábæran leik og varði alls 34 skot í marki Valsmanna. Hann var ánægður með eigin frammistöðu og hrósaði einnig varnarleik Vals. "Þetta gekk ágætlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila svona langan leik í meistaraflokki. "Vörnin var góð og það er oft sagt að vörn og markvarsla haldist í hendur," sagði Stephen en var ekkert erfitt að halda einbeitingu í 80 mínútur? "Maður fann á líkamanum að maður var búinn að borða of mikinn jólamat," sagði Stephen léttur og bætti við: "Maður reynir bara að gleyma þreytunni. Þetta var gaman og ég elska leiki eins og þessa," sagði þessi geðþekki danski markvörður á góðri íslensku að lokum.Ágúst Elí: Spiluðum af 100% krafti allan leikinn Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki FH þegar liðið tapaði fyrir Val í maraþonleik í dag. Hann var sáttur með sína frammistöðu sem og liðsins, en sagði að það væri erfitt að kyngja svona tapi. "Þetta er súrt og leiðinlegt, en svona er þetta. Það er ekkert sem ég get gert í sókninni, en ég reyndi að verja skotin sem ég fékk á mig. "Við vorum fínir varnarlega og ég varði auðvelda bolta," sagði Ágúst, en varð sóknarleikurinn FH að falli í dag? "Nei, nei. Ég segi það ekki. Við sköpuðum okkur færi en Stephen varði líka eins og brjálæðingur. Við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Ágúst sem segir að FH-ingar geti tekið margt gott úr þessum leik. "Við héldum t.d. út og spiluðum af 100% krafti allan leikinn og menn lögðu sig alla fram. "Nú taka við æfingar og við ætlum að styrkjast líkamlega og andlega. Það verður örugglega stuð í janúar," sagði Ágúst að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Valsmenn báru sigurorð af FH, 32-28, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. Leikurinn var gríðarlega spennandi og það þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Markverðir liðanna, Stephen Nielsen og Ágúst Elí Björgvinsson, voru í aðalhlutverki í leiknum í dag, en þeir vörðu báðir yfir 30 skot og sýndu mögnuð tilþrif. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. FH byrjaði betur og komst í 0-3, en þá komu fimm Valsmörk í röð. Nielsen byrjaði vel í marki Vals og sömu sögu var að segja af kollega hans í marki FH, Ágústi sem átti hvað stærstan þátt í góðum endaspretti FH í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-11 sem voru hálfleikstölur. Þorgeir Björnsson skoraði tvö af síðustu þremur mörkum FH, en þessi ungi hornamaður var ískaldur og vippaði í bæði skiptin smekklega yfir Nielsen. Valsmenn skoruðu ekki síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks og áttu í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Ómar Ingi Magnússon og Alexander Örn Júlíusson, sem léku fyrir utan í fjarveru Geirs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar, áttu misjafnan leik og tóku full mikið af lélegum skotum. Ómari óx hins vegar ásmegin eftir því sem á leikinn leið og endaði sem markahæsti leikmaður Vals með átta mörk. Valsmönnum gekk auk þess illa að finna Kára Kristjánsson inni á línunni í fyrri hálfleik, en það losnaði meira hann í seinni hálfleiknum og framlengingunum þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín. FH-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 2-4 marka forystu. En í stöðunni 14-17, Hafnfirðingum í vil, fóru Valsmenn í gang, skoruðu fimm af næstu sex mörkum og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Vals hrökk þá aftur í baklás og FH-ingar gengu á lagið, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu tveggja marka forystu. Og Hafnfirðingar voru enn með tveggja marka forystu 21-23 þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar styrk og skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér framlengingu. Þar skoruðu liðin sitt hvor tvö mörkin og því þurfti að framlengja á ný. Í framlengingu númer tvö reyndust Valsmenn sterkari. Þeir virtust eiga meira eftir á tankinum og spiluðu sinn besta sóknarleik í leiknum. Lokatölur 32-28, Val í vil, en Valsmenn mæta annað hvort ÍR eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Stephen: Búinn að borða of mikinn jólamat "Það er alltaf gaman að vinna leiki og sérstaklega svona leiki. Þetta var erfitt en ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Stephen Nielsen, markvörður Vals, eftir sigur á FH í tvíframlengdum leik. Stephen átti frábæran leik og varði alls 34 skot í marki Valsmanna. Hann var ánægður með eigin frammistöðu og hrósaði einnig varnarleik Vals. "Þetta gekk ágætlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila svona langan leik í meistaraflokki. "Vörnin var góð og það er oft sagt að vörn og markvarsla haldist í hendur," sagði Stephen en var ekkert erfitt að halda einbeitingu í 80 mínútur? "Maður fann á líkamanum að maður var búinn að borða of mikinn jólamat," sagði Stephen léttur og bætti við: "Maður reynir bara að gleyma þreytunni. Þetta var gaman og ég elska leiki eins og þessa," sagði þessi geðþekki danski markvörður á góðri íslensku að lokum.Ágúst Elí: Spiluðum af 100% krafti allan leikinn Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki FH þegar liðið tapaði fyrir Val í maraþonleik í dag. Hann var sáttur með sína frammistöðu sem og liðsins, en sagði að það væri erfitt að kyngja svona tapi. "Þetta er súrt og leiðinlegt, en svona er þetta. Það er ekkert sem ég get gert í sókninni, en ég reyndi að verja skotin sem ég fékk á mig. "Við vorum fínir varnarlega og ég varði auðvelda bolta," sagði Ágúst, en varð sóknarleikurinn FH að falli í dag? "Nei, nei. Ég segi það ekki. Við sköpuðum okkur færi en Stephen varði líka eins og brjálæðingur. Við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Ágúst sem segir að FH-ingar geti tekið margt gott úr þessum leik. "Við héldum t.d. út og spiluðum af 100% krafti allan leikinn og menn lögðu sig alla fram. "Nú taka við æfingar og við ætlum að styrkjast líkamlega og andlega. Það verður örugglega stuð í janúar," sagði Ágúst að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira