Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2014 11:14 Hraunið þenur sig aðallega út til norðurs þessa dagana. Mynd/JÍ/GroPedersen Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var. Bárðarbunga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var.
Bárðarbunga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira