„Þjálfarann virðist skorta traust á mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2014 10:15 Þórir Ólafsson er mögulega á leið frá Póllandi. fréttablaðið/stefán Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira