Eigi síðar en strax Svavar Gestsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun