Menn koma ekki fullmótaðir í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2014 08:00 Rúnar Kárason skoraði sex mörk í gær, þar af markið sem tryggði Íslandi fimmta sætið með sigri á Pólverjum í Herning í gær. fréttablaðið/afp Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“ EM 2014 karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“
EM 2014 karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira