Danirnir kolféllu aftur á prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2014 06:00 Fyrirliðinn Jérôme Fernandez lyftir bikarnum á loft umkringdur frönsku hetjunum sem spila aldrei betur en í úrslitaleikjum. Vísir/AFP „Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk. EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
„Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk.
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira