Gleymda lögsögubeltið Bjarni Már Magnússon skrifar 31. janúar 2014 06:00 Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bjarni Már Magnússon Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um, í 33. gr., að ríki geti tekið sér svokallað 24 sjómílna aðlægt belti. Í dag hafa um eitt hundrað ríki tekið sér slíkt belti, en ekki Ísland. Á aðlæga beltinu, getur strandríki farið með nauðsynlegt vald annars vegar til að afstýra brotum á lögum og reglum þess í tolla-, fjár-, innflytjenda- og heilbrigðismálum í landi eða landhelgi og hins vegar til að refsa fyrir brot á ofangreindum lögum og reglum sem framin eru í landi eða landhelgi þess. Á mannamáli þýðir þetta að ríki með 12 sjómílna landhelgi, eins og Ísland, getur tekið sér 12 sjómílna viðbótar lögsögubelti sem snerta innanríkismálefni. Engar skyldur leggjast á íslenska ríkið við að taka sér slíkt belti. Í þessu samhengi er rétt að benda á að réttindin sem fylgja efnahagslögsögunni, hafsvæðinu sem nær frá 12 sjómílna landhelginni að 200 sjómílum, taka ekki til þeirra málaflokka er fylgja aðlæga beltinu. Ef Ísland tæki sér aðlægt belti leiddi það til þess að íslenska ríkið gæti tekið sér frekari lögsögu á haf út en nú er í tilteknum málaflokkum. Til að aðlæga beltið verði að veruleika við Íslandsstrendur þyrfti þingmaður að bera fram tiltölulega stutt og einfalt frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Er hér með skorað á þingmenn úr öllum flokkum að velta þessu fyrir sér.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun