Leiðsögumenn borga ekki matarkörfuna með starfsánægjunni Berglind Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar