Ég er bara normið Vera Vonder Sölvadóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun