Tækifæri VG Haraldur Ólafsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar