Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Ingvar Smári Birgisson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun