Uppruni, umhyggja og upplifun Guðný Helga Björnsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Food and Fun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir gnægð náttúruauðlinda, vistvænni orku, hreinu vatni í miklu magni, gjöfulum fiskimiðum og nægu landrými sem skila okkur ótal tækifærum, á meðan við gætum þess að nýta þau með sjálfbærum hætti. Síðast en ekki síst búum við yfir miklum mannauði sem er lykillinn að því að virðiskeðjan sé ábatasöm fyrir allt þjóðarbúið. Uppbygging verður nefnilega ekki nema að til sé nægilega mikið af fólki sem hefur þekkingu, áhuga og möguleika á að nýta þá kosti sem bjóðast.Sóknarfærin mörg Við höfum víða ónýtta framleiðslugetu og eigum sóknarfæri til að auka útflutning og fullvinnslu ýmiss konar. Helstu sóknarfærin í aukinni verðmætasköpun hvað landbúnaðinn varðar eru mörg. Það er verkefni bænda og afkoma þeirra byggist á að framleiða búvörur og að veita margs konar þjónustu. Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska eru búmannshættir 21. aldarinnar. Framþróun menntunar í landbúnaði er bændum því grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Orkuvinnsla á bújörðum, stóraukin kornrækt, heimaframleiðsla fóðurs, bætt nýting framleiðsluþátta og stöðugar tækniframfarir eru meðal viðfangsefna morgundagsins.Fjölbreytni og nýsköpun Íslenskir bændur sjá landsmönnum fyrir góðum og hollum mat allt árið um kring. Mikil tækifæri leynast innan landbúnaðarins og hlutverk hans mun vaxa á komandi árum. Við eigum mikið land, hreint vatn, duglega bændur og öflug fyrirtæki. Það þarf að leggja áherslu á að fjölga störfum í landbúnaði og að virðisauki framleiðslunnar komi sveitunum til góða. Íslenskir bændur vilja stuðla að fjölbreytni og nýsköpun í landbúnaði og nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig á landbúnaðurinn framtíðina fyrir sér þar sem mannauðurinn fer fremstur í flokki við að framleiða hágæðamatvæli fyrir neytendur og skapa um leið mikið virði fyrir þjóðarbúið.Velkomin á matarhátíð í Hörpunni Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Það eitt skiptir meginmáli til framtíðar litið. Næstkomandi helgi munu bændur landsins skunda í höfuðborgina og taka þátt í veglegri matarhátíð í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. Þar munu allir gestir finna eitthvað við sitt hæfi undir einkunnarorðunum: Uppruni, umhyggja og upplifun!
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar