Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Brjánn Jónsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Mannfjöldi í miðbænum. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna myndi greiða atkvæði með áframhaldandi viðræðum við ESB en meirihluti stuðningsmanna annarra flokka. Fréttablaðið/Vilhelm Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira