Með í maganum út af peningamálum á hverjum degi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 08:00 Hannes segir að það vanti rúmar 300 milljónir króna í afrekssjóð ÍSÍ svo hægt sé að styðja almennilega við íslenskt afreksfólk. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“ Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
„Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira