Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri spilar undir stjórn Henriks Larsson í sumar. Vísir/Valli „Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
„Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira