Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri spilar undir stjórn Henriks Larsson í sumar. Vísir/Valli „Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
„Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira