Eru börn dregin í dilka vegna fátæktar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 „Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun