Fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta Eygló Harðardóttir skrifar 27. mars 2014 07:00 Eignalausum einstaklingum gefst nú kostur á að fá fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, en lög þess efnis tóku gildi þann 1. febrúar sl. Um nýmæli er að ræða í íslenskri löggjöf en úrræðinu er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem geta ekki lagt sjálfir fram greiðslu til tryggingar fyrir skiptakostnaði. Lágmarksgreiðsla á slíkri tryggingu er 250.000 krónur og getur það reynst þungur baggi þeim sem eru í þeirri stöðu að vilja sjálfir krefjast gjaldþrotaskipta. Reynslan sýnir að ekki eru miklar líkur á að kröfuhafar krefjist gjaldþrotaskipta hjá þeim sem hefur verið gert hjá árangurslaust fjárnám og eiga því engar eignir. Setning laganna er því mikil bót fyrir þá sem vilja sjálfir lýsa sig gjaldþrota og njóta þannig styttri fyrningarfrests til að endurreisa fjárhag sinn og fjölskyldunnar eftir að hafa burðast með óviðráðanlegar skuldir árum saman. Getur verið skásta lausnin Skilyrði fjárhagsaðstoðarinnar er að umsækjandi eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum, geti ekki greitt tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og hafi reynt önnur greiðsluvandaúrræði, eða að umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda hans. Skuldavandi einstaklinga og fjölskyldna er margvíslegur og ljóst að sumum gagnast hvorki greiðsluaðlögun né önnur greiðsluvandaúrræði sem hafa verið í boði. Þegar svo háttar kann gjaldþrot að vera skásta lausnin og með því er greitt úr skuldamálunum innan tveggja ára frá lokum skipta. Það getur þó tekið lengri tíma að byggja upp fjárhagslegt traust gagnvart fjármálafyrirtækjum á ný. Gjaldfrjáls aðstoð Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að taka við umsóknum þeirra sem hyggjast sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar og kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði laganna. Sótt er um fjárhagsaðstoð á vef embættisins www.ums.is. Samþykki umboðsmaður skuldara umsókn um fjárhagsaðstoð gefur hann út yfirlýsingu þess efnis sem umsækjandi leggur fyrir héraðsdómstól ásamt kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði héraðsdómstóll við kröfunni er fjárhagsaðstoðin greidd skipuðum skiptastjóra. Einstaklingurinn sjálfur þarf að greiða 15.000 króna þingfestingargjald til héraðsdóms þegar beiðni hans er lögð fram hjá dómstólnum. Þjónusta umboðsmanns skuldara er gjaldfrjáls og aðstoðar hann einstaklinga við gagnaöflun og ritun greinargerðar ef með þarf. Einstaklingar þurfa því ekki að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til þess að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Eignalausum einstaklingum gefst nú kostur á að fá fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, en lög þess efnis tóku gildi þann 1. febrúar sl. Um nýmæli er að ræða í íslenskri löggjöf en úrræðinu er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem geta ekki lagt sjálfir fram greiðslu til tryggingar fyrir skiptakostnaði. Lágmarksgreiðsla á slíkri tryggingu er 250.000 krónur og getur það reynst þungur baggi þeim sem eru í þeirri stöðu að vilja sjálfir krefjast gjaldþrotaskipta. Reynslan sýnir að ekki eru miklar líkur á að kröfuhafar krefjist gjaldþrotaskipta hjá þeim sem hefur verið gert hjá árangurslaust fjárnám og eiga því engar eignir. Setning laganna er því mikil bót fyrir þá sem vilja sjálfir lýsa sig gjaldþrota og njóta þannig styttri fyrningarfrests til að endurreisa fjárhag sinn og fjölskyldunnar eftir að hafa burðast með óviðráðanlegar skuldir árum saman. Getur verið skásta lausnin Skilyrði fjárhagsaðstoðarinnar er að umsækjandi eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum, geti ekki greitt tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og hafi reynt önnur greiðsluvandaúrræði, eða að umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda hans. Skuldavandi einstaklinga og fjölskyldna er margvíslegur og ljóst að sumum gagnast hvorki greiðsluaðlögun né önnur greiðsluvandaúrræði sem hafa verið í boði. Þegar svo háttar kann gjaldþrot að vera skásta lausnin og með því er greitt úr skuldamálunum innan tveggja ára frá lokum skipta. Það getur þó tekið lengri tíma að byggja upp fjárhagslegt traust gagnvart fjármálafyrirtækjum á ný. Gjaldfrjáls aðstoð Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að taka við umsóknum þeirra sem hyggjast sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar og kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði laganna. Sótt er um fjárhagsaðstoð á vef embættisins www.ums.is. Samþykki umboðsmaður skuldara umsókn um fjárhagsaðstoð gefur hann út yfirlýsingu þess efnis sem umsækjandi leggur fyrir héraðsdómstól ásamt kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði héraðsdómstóll við kröfunni er fjárhagsaðstoðin greidd skipuðum skiptastjóra. Einstaklingurinn sjálfur þarf að greiða 15.000 króna þingfestingargjald til héraðsdóms þegar beiðni hans er lögð fram hjá dómstólnum. Þjónusta umboðsmanns skuldara er gjaldfrjáls og aðstoðar hann einstaklinga við gagnaöflun og ritun greinargerðar ef með þarf. Einstaklingar þurfa því ekki að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til þess að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun