Austurríkismenn riðu út með Einari Bollasyni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Aron Kristjánsson og Patrekur eru fyrrverandi landsliðsfélagar. Vísir/Valli Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28. Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni