Hækkun frístundakortsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar