„Fæðutöff“ Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 13. maí 2014 07:00 Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúrú með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí. Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra. Foreldrar – ömmur – afar Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Börn morgundagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina. Tökum þátt Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðarráðuneytisins á netfangið postur@vel.is. Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúrú með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí. Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra. Foreldrar – ömmur – afar Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Börn morgundagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina. Tökum þátt Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðarráðuneytisins á netfangið postur@vel.is. Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar