Hross í oss í sýningar í Ameríku Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Friðrik Þór segir Music Box eingöngu hafa myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira