Gerum skófatnað gjaldfrjálsan Guðmundur Edgarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun