Fortíðarþrá eða framtíðarsýn Már Ingólfur Másson skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun