Yfirvöld koma í veg fyrir að ungt fólk flytji að heiman Ingvar S. Birgisson skrifar 2. júní 2014 10:39 Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar