Fitubollurnar Teitur Guðmundsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun