Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig Valur Þráinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar