Við ætlum okkur á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. júlí 2014 06:00 Það er verið að blása í herlúðra hjá kvennalandsliðinu og liðið stefnir hátt. Ívar Ásgrímsson er þjálfari liðsins. fréttablaðið/valli Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00
Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45