Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd um Bítlana í bígerð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikstjórinn Ron Howard, sem hefur verið aðdáandi Bítlanna mest allt sitt líf, leikstýrir og framleiðir heimildarmynd um tónleikaferðir hljómsveitarinnar á árunum 1960 til 1966. Apple Corps Ltd., White Horse Pictures og fyrirtæki Rons, Imagine Entertainment, framleiðir myndina í samvinnu við Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr sem ogYoko Ono Lennon og Oliviu Harrison, ekkjur Johns Lennon og George Harrison.

„Ég er spenntur og það er mér heiður að vinna með Apple og White Horse-teyminu að þessari mögnuðu sögu um þessa fjóra ungu menn sem tóku heiminn með trompi árið 1964. Það er ekki hægt að ýkja áhrif þeirra á poppmenningu og mannlega reynslu,“ segir Ron í samtali við Variety. Hann stefnir á að klára myndina og sýna hana í lok næsta árs.

Bítlarnir byrjuðu að spila sem sveit í Liverpool árið 1960 og spiluðu í kjölfarið á klúbbum í Hamborg. Þeir fóru síðan á Evróputúr síðari hluta árs 1963. Eftir að þeir komu fram í þætti Eds Sullivan árið 1964 sigruðu þeir heiminn og þeir fóru í tónleikaferðalag sumarið sama ár.

„Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed Sullivan langaði mig bara í bítlahárkollu. Foreldrar mínir sögðu nei en gáfu mér síðan eina slíka í tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×