Að starfrækja náttúrufræðibraut Stefán G. Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun