Sandra Bullock tekjuhæst allra leikkvenna Baldvin Þormóðsson skrifar 7. ágúst 2014 15:30 Syndir í seðlum Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira