Til hamingju með daginn! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn!
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun