Takk fyrir stuðninginn Haraldur Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2014 08:00 Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar