Ekkert sem kemur á óvart Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:56 Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar