Mamma och pappa kann flytta men jag blir kvar Eyjólfur Þorkelsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun