Við erum tossar Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. ágúst 2014 06:00 Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun