Við erum tossar Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. ágúst 2014 06:00 Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfaldleika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum markmiðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í sláturtíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun