Heldur EES-samningurinn velli? Björgvin Guðmundsson skrifar 1. september 2014 00:00 Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun