Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2014 11:30 Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira