„Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 09:30 Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson í myndinni. „Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira