Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun