Þorvaldur Davíð leikur harðskeyttan morðingja Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 11:30 Hér sést Þorvaldur Davíð lengst til hægri. Kvikmyndin Dracula Untold verður frumsýnd hér á landi á morgun og þótt nafnið gefi annað til kynna er hún ekki byggð á sögu Brams Stoker frá árinu 1897 um Drakúla greifa. Í myndinni er hins vegar búin til saga um uppruna greifans og fylgst með transylvaníska prinsinum Vlad III sem notar myrka krafta til að vernda fjölskyldu sína og konungsríkið. Soldáninn Mehmed II ógnar friði í Transylvaníu og heimtar að fá son Vlads, Ingeras, í her sinn. Vlad ferðast um langan veg til að bjarga syni sínum en á ferðalagi sínu hittir hann seiðmanninn Kalígúla og semur við hann þannig að prinsinn öðlast styrk hundrað manna, hraða hrapstjörnu og næga krafta til að fella andstæðinga sína. Hins vegar fær hann líka óslökkvandi þorsta í mannsblóð sem verður til þess að hann breytist í eina frægustu vampíru heims, Drakúla greifa. Hasarmyndahetjan Luke Evans fer með hlutverk Vlads en íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með hlutverk í myndinni. Hann leikur karakterinn Bright Eyes, austur-evrópskan mann sem var hnepptur í þrældóm á yngri árum en er nú harðskeyttur morðingi. Myndin var tekin upp í fyrra og dvaldi Þorvaldur Davíð við tökur í Belfast frá ágúst og fram í nóvember. Með önnur hlutverk í myndinni fara til dæmis Dominic Cooper, Sarah Gadon og Art Parkinson en leikstjóri er Gary Shore. Þetta er fyrsta mynd Garys í fullri lengd.Luke Evans leikur Vlad III.Ósáttir Belfast-búar Dracula Untold var tekin eingöngu í Belfast á Norður-Írlandi en Northern Ireland Screen styrkti myndina um 1,6 milljónir punda, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Þrátt fyrir það var myndin ekki frumsýnd í Belfast heldur ákvað Universal Pictures að frumsýna hana í London og Dublin. Myndin Good Vibrations frá árinu 2012 var tekin í Belfast og var frumsýnd í borginni en myndin er byggð á lífi pönkgoðsagnarinnar Terri Hooley. „Það er fáránlegt að myndin sé ekki frumsýnd í Belfast,“ segir Terri í samtali við Belfast Telegraph. „Þetta minnir mig á þegar Dublin og London höfðu engan áhuga á okkur fyrir þrjátíu árum. Við virðumst vera annars flokks borgarar,“ bætir hann við. Margir af þeim sem unnu við myndina eru hins vegar búnir að taka sig til og ætla að halda sérstaka sýningu á myndinni í Belfast á föstudaginn. Uppselt er á sýninguna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Dracula Untold verður frumsýnd hér á landi á morgun og þótt nafnið gefi annað til kynna er hún ekki byggð á sögu Brams Stoker frá árinu 1897 um Drakúla greifa. Í myndinni er hins vegar búin til saga um uppruna greifans og fylgst með transylvaníska prinsinum Vlad III sem notar myrka krafta til að vernda fjölskyldu sína og konungsríkið. Soldáninn Mehmed II ógnar friði í Transylvaníu og heimtar að fá son Vlads, Ingeras, í her sinn. Vlad ferðast um langan veg til að bjarga syni sínum en á ferðalagi sínu hittir hann seiðmanninn Kalígúla og semur við hann þannig að prinsinn öðlast styrk hundrað manna, hraða hrapstjörnu og næga krafta til að fella andstæðinga sína. Hins vegar fær hann líka óslökkvandi þorsta í mannsblóð sem verður til þess að hann breytist í eina frægustu vampíru heims, Drakúla greifa. Hasarmyndahetjan Luke Evans fer með hlutverk Vlads en íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með hlutverk í myndinni. Hann leikur karakterinn Bright Eyes, austur-evrópskan mann sem var hnepptur í þrældóm á yngri árum en er nú harðskeyttur morðingi. Myndin var tekin upp í fyrra og dvaldi Þorvaldur Davíð við tökur í Belfast frá ágúst og fram í nóvember. Með önnur hlutverk í myndinni fara til dæmis Dominic Cooper, Sarah Gadon og Art Parkinson en leikstjóri er Gary Shore. Þetta er fyrsta mynd Garys í fullri lengd.Luke Evans leikur Vlad III.Ósáttir Belfast-búar Dracula Untold var tekin eingöngu í Belfast á Norður-Írlandi en Northern Ireland Screen styrkti myndina um 1,6 milljónir punda, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Þrátt fyrir það var myndin ekki frumsýnd í Belfast heldur ákvað Universal Pictures að frumsýna hana í London og Dublin. Myndin Good Vibrations frá árinu 2012 var tekin í Belfast og var frumsýnd í borginni en myndin er byggð á lífi pönkgoðsagnarinnar Terri Hooley. „Það er fáránlegt að myndin sé ekki frumsýnd í Belfast,“ segir Terri í samtali við Belfast Telegraph. „Þetta minnir mig á þegar Dublin og London höfðu engan áhuga á okkur fyrir þrjátíu árum. Við virðumst vera annars flokks borgarar,“ bætir hann við. Margir af þeim sem unnu við myndina eru hins vegar búnir að taka sig til og ætla að halda sérstaka sýningu á myndinni í Belfast á föstudaginn. Uppselt er á sýninguna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira