Martraðarkennd ferð vandræðaunglinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. október 2014 09:14 Ljúfsár og dulræn - Þau hafa flúið er ansi óútreiknanleg mynd. Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið