Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila Þorsteinn Víglundsson skrifar 15. október 2014 07:00 Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar