Það verður að breyta starfsmannalögunum – seinni grein Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 15. október 2014 07:00 Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun