Við viljum ekki einkasjúkrahús! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið!
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun