Erum dálítið að sofna á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Fréttablaðið/Stefán Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30