Fékk mörg hundruð milljónum meira 13. nóvember 2014 17:00 Lloyd Christmas og Harry Dunne Heimskingjarnir snúa aftur á hvíta tjaldið tuttugu árum eftir að Dumb and Dumber kom út. Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira